Fréttir

Hvert á að senda reikninginn?

Lesa meira

Nýr framkvæmdastjóri ráðinn til starfa

Lesa meira

Saman gegn sóun - sýning í Perlunni 9. og 10. september

Molta ehf. ætlar að taka þátt í sýningu sem haldin verður í Perlunni dagana 9. og 10. september. Sýningin er haldin á vegum FENÚR og Umhverfisstofnunar og þar munu fyrirtæki og opinberir aðilar kynna nýjar leiðir í umhverfsmálum. Hvernig við drögum úr sóun og hvernig við nýtum auðlindir jarðar betur.
Lesa meira

Notkun moltu lofar góðu við trjáplönturækt hjá Sólskógum í Eyjafirði

Áhugavert er að sjá þróun vaxtar og heilbrigis planta í óformlegum tilraunum Sólskóga við notkun moltu við trjárækt.
Lesa meira

Sigtunarbúnaður fyrir moltuna

Molta hefur fjárfest í sigtunarbúnaði fyrir moltuna. Um er að ræða tromlusigtunarbúnað og er vélin komin til okkar í Moltu, en hún var keypt notuð frá Þýskalandi. Þessi búnaður gerir okkur kleyft að sigta moltuna í nokkra mismunandi grófleika og leysir hún af hólmi gamalt sigti sem við höfum notað fram að þessu.
Lesa meira

Molta afhent á Akureyri

Nú fæst molta afgreidd hjá Sólskógum í Kjarnaskógi.Þar er bæði hægt að fá Kraftmoltu og Gróðurmoltu. Opnunartími Sólskóga er alla daga milli 10 - 18. Sími: 462 2400Nánari upplýsingar á staðnum.
Lesa meira

Hvar fæ ég moltu og hvað kostar hún?

Moltan er úrvals jarðvegsbætir og áburður t.d. í blóma- og tjrábeð, á lóðina eða grasflötina. Hún er fínsigtuð, dökk, laus í sér og líkist mold en er samt mun efnaríkari. Við bjóðum upp á tvær gerðir af moltu:Kraftmolta er unnin úr lífrænum heimilsiúrgangi og sláturúrgangi. Hentar vel á grasflatir, í blómarækt, í skógrækt eða aðra ræktun þar sem áburðar er þörf. Hana skal nota með því dreifa henni á grasflöt eða yfir blómabeð. Við blóma- og trjárækt skal blanda hana til helminga með mold eða sandi, þannig að hún verði ekki ofsterk fyrir viðkvæmar rætur plantna. Krafmoltu skal ekki nota í matjurtaræktun!Gróðurmolta er unnin aðeins úr gróður- og grasleyfum og er ekki eins sterk og kraftmoltan. Hentar í alla almenna garðrækt og í matjurtargarða sem jarðvegsbætir og næringargjafi. Gott að blanda hana í moldina eða dreifa henni ofan á.  Moltuna er hægt að nálgast hjá okkur í starfsstöðinni að Þveráreyrum 1 a, inn í Eyjafjarðarsveit. Hana er hægt að fá afgreidda í kerruförmum eða í stórum förmum. Best er að hafa samband og fá upplýsingar um afgreiðslu í síma: 571 2236Moltu má einnig frá afgreidda hjá Sólskógum í Kjarnaskógi!Verð á moltu hjá okkur á Þveráreyrum með vsk: Kraftmolta Smásala (minna en 5 m3): 5.000,-kr/m3 Stórkaup (meira en 5 m3): 3.500,- kr/m3 Kerrufarmur: 5.000,-kr/m3 Gróðurmolta Smásala (minna en 5 m3): 3000,-kr/m3 Stórkaup (meira en 5 m3): 2000,-kr/m3 Kerrufarmur: 3.000,-kr/m3 Verið er að þróa smásölu í fötum eða litlum sekkjum og frekari upplýsingar um þannig sölu koma inn þegar moltan fæst afhent þannig.
Lesa meira

Hvers vegna er mikilvægt að flokka heimissorp!

Molta ehf. í samvinnu við Akureyrarbæ, Flokkun Eyjafjörður ehf og N4 hefur útbúið myndband sem útskýrir miklvægi þess að flokka heimilisúrgang. Hægt er að sjá þetta kynningarmyndband með því að smella á linkinn hér fyrir neðan.Kynningarmyndband á því hvers vegna er mikilvægt að flokka heimissorp?
Lesa meira

Umfjöllun um Moltu á N4

Hér fyrir neðan má finna link sem smella má á og þá kemur fram umfjöllun sem var í þættinum "Að Norðan" á N4 í byrjun mars 2016. Þar er fjallað um jarðgerðarferlið ásamt því að komið er inn á vandamál sem geta komið upp þegar flokkun á lífrænum úrgangi er ábótavant.Umfjöllunin í Að Norðan
Lesa meira

Líf í moltunni á Hólasandi

Tilraunin sem byrjað var á í sumarbyrjun á Hólasandi lítur vel út. Daði Lange héraðsfulltrúi Landgræðslunar fór á svæðið þann 13. ágúst í síðustu viku og skoðaði stöðuna á plöntunum. Á heimasíðu Skógræknarinnar má lesa nánar grein um stöðuna á verkefninu. Klikkið hér til að lesa nánar um stöðuna.
Lesa meira