Kraftmolta í matjurtaræktun

Matvælastofnun lagði upp með í upphafi þegar moltuvinnsla á ABP (Animal By Product) var að hefjast hér á landi að ekki mætti nota moltuna í matjurtaræktun.

Síðan þá hafa komið til skýrari reglugerðarákvæði um framleiðslu á moltu, þ.m.t. um sýnatökur sem teknar eru til að tryggja hreinleika moltunnar.

Sé molta framleidd skv. þessum reglugerðarákvæðum og niðurstöður sýna innan marka þá er ekki lengur þörf á þeirri takmörkun að ekki megi nota moltuna í matjurtaræktun.

Hjá Moltu ehf. er moltan framleidd samkvæmt reglugerðarákvæðum, sýni eru tekin úr Moltunni sem eru send til rannsóknarstofunnar Promat á Akureyri þar sem mælt er fyrir Salmonellu, jarðvegsbakteríum (CI. Perfringens) og iðragerlum.