Kraftmolta álitin vara

Umhverfisstofnun telur að Molta ehf. hafi sýnt fram á að framleiðsluvara fyrirtækisins geti uppfyllt skilyrði og að fullnægjandi verkferlar séu til staðar til að tryggja að varan uppfylli ávallt settar kröfur. Molta ehf. endurnýtir lífbrjótanlegan úrgang frá sláturhúsum, fiskvinnslum, heimilum, mötuneytum og fyrirtækjum í moltu sem nýtist sem jarðvegsbætir og til áburðargjafar. Mat Umhverfisstofnunar er að sá úrgangur sem endurnýttur er í jarðgerð fyrirtækisins geti hætt að teljast úrgangur heldur flokkist sem vara

https://www.ust.is/2018/06/01/Molta-Moltu-ehf.-alitin-vara/einstaklingar/frettir/frett/