Notkun Gróðurmoltu

Gróðurmolta

Gróðurmoltan er unnin á allt annan hátt en Kraftmoltan og er ekki háð eins ströngum reglum um notkun.
Hún er mikið nær því að geta kallast jarðvegur (safnhaugamold)  þar sem í henni eru ólífræn efni s.s. sandur og mold.

Framleiðsluferlið

Hún er unnin úr grasi og gróðurúrgangi og í henni eru engar dýraleifar. Vinnslan fer fram úti og kemst efnið aldrei í snertingu við vinnsluferli Kraftmoltunnar.
Grasi og gróðurúrgangi er blandað saman og mokað uppí múga. Þar hitnar efnið allt að 70°og við það drepst illgresisfræ að mestu og jafnvel öllu leiti.
Þessum múgum er velt reglulega og moltan er fullþroskuð á 12 – 15 mánuðum.

Notkunarsvið.

Gróðurmoltuna má nota til að blanda við mold sem fyrir er eða jafnvel í staðinn fyrir mold. Sé það gert er æskilegt að blanda hana með sandi ca. 15-20% Þó teljum við heppilegast að blanda henni ríkulega saman við mold sem fyrir er.

Gerðar hafa verið prófanir á að rækta í gróðurmoltu eingöngu og í mörgum tilfekkum tekist vel til. Þó ber að gæta þess að hún er rík af næringarefnum og þarf að hafa það í huga. Sáð hefur verið grasfræi beint í gróðurmoltu og það komið vel út.

Einnig er rétt að benda á að íslenska birkið virðist þrífast dável í henni og prófanir hjá Sólskógum í Kjarnaskógi sýna ótvírætt fram á það.

Hana má nota við matjurtarækt.
Margir þekkja  og hafa sjálfir verið með safnhauga í görðum sínum, Gróðurmoltan er sambærileg við hefðbundna safnhaugamold.

 

Við munum leitast við að bæta við og koma á framfæri upplýsingum um notkun eftir því sem reynslan kennir okkur.