Fréttir

Sigtunarbúnaður fyrir moltuna

Molta hefur fjárfest í sigtunarbúnaði fyrir moltuna. Um er að ræða tromlusigtunarbúnað og er vélin komin til okkar í Moltu, en hún var keypt notuð frá Þýskalandi. Þessi búnaður gerir okkur kleyft að sigta moltuna í nokkra mismunandi grófleika og leysir hún af hólmi gamalt sigti sem við höfum notað fram að þessu.
Lesa meira

Molta afhent á Akureyri

Nú fæst molta afgreidd hjá Sólskógum í Kjarnaskógi.Þar er bæði hægt að fá Kraftmoltu og Gróðurmoltu. Opnunartími Sólskóga er alla daga milli 10 - 18. Sími: 462 2400Nánari upplýsingar á staðnum.
Lesa meira

Hvar fæ ég moltu og hvað kostar hún?

Moltan er úrvals jarðvegsbætir og áburður t.d. í blóma- og tjrábeð, á lóðina eða grasflötina. Hún er fínsigtuð, dökk, laus í sér og líkist mold en er samt mun efnaríkari. Við bjóðum upp á tvær gerðir af moltu:Kraftmolta er unnin úr lífrænum heimilsiúrgangi og sláturúrgangi. Hentar vel á grasflatir, í blómarækt, í skógrækt eða aðra ræktun þar sem áburðar er þörf. Hana skal nota með því dreifa henni á grasflöt eða yfir blómabeð. Við blóma- og trjárækt skal blanda hana til helminga með mold eða sandi, þannig að hún verði ekki ofsterk fyrir viðkvæmar rætur plantna. Krafmoltu skal ekki nota í matjurtaræktun!Gróðurmolta er unnin aðeins úr gróður- og grasleyfum og er ekki eins sterk og kraftmoltan. Hentar í alla almenna garðrækt og í matjurtargarða sem jarðvegsbætir og næringargjafi. Gott að blanda hana í moldina eða dreifa henni ofan á.  Moltuna er hægt að nálgast hjá okkur í starfsstöðinni að Þveráreyrum 1 a, inn í Eyjafjarðarsveit. Hana er hægt að fá afgreidda í kerruförmum eða í stórum förmum. Best er að hafa samband og fá upplýsingar um afgreiðslu í síma: 571 2236Moltu má einnig frá afgreidda hjá Sólskógum í Kjarnaskógi!Verð á moltu hjá okkur á Þveráreyrum með vsk: Kraftmolta Smásala (minna en 5 m3): 5.000,-kr/m3 Stórkaup (meira en 5 m3): 3.500,- kr/m3 Kerrufarmur: 5.000,-kr/m3 Gróðurmolta Smásala (minna en 5 m3): 3000,-kr/m3 Stórkaup (meira en 5 m3): 2000,-kr/m3 Kerrufarmur: 3.000,-kr/m3 Verið er að þróa smásölu í fötum eða litlum sekkjum og frekari upplýsingar um þannig sölu koma inn þegar moltan fæst afhent þannig.
Lesa meira

Hvers vegna er mikilvægt að flokka heimissorp!

Molta ehf. í samvinnu við Akureyrarbæ, Flokkun Eyjafjörður ehf og N4 hefur útbúið myndband sem útskýrir miklvægi þess að flokka heimilisúrgang. Hægt er að sjá þetta kynningarmyndband með því að smella á linkinn hér fyrir neðan.Kynningarmyndband á því hvers vegna er mikilvægt að flokka heimissorp?
Lesa meira

Umfjöllun um Moltu á N4

Hér fyrir neðan má finna link sem smella má á og þá kemur fram umfjöllun sem var í þættinum "Að Norðan" á N4 í byrjun mars 2016. Þar er fjallað um jarðgerðarferlið ásamt því að komið er inn á vandamál sem geta komið upp þegar flokkun á lífrænum úrgangi er ábótavant.Umfjöllunin í Að Norðan
Lesa meira

Líf í moltunni á Hólasandi

Tilraunin sem byrjað var á í sumarbyrjun á Hólasandi lítur vel út. Daði Lange héraðsfulltrúi Landgræðslunar fór á svæðið þann 13. ágúst í síðustu viku og skoðaði stöðuna á plöntunum. Á heimasíðu Skógræknarinnar má lesa nánar grein um stöðuna á verkefninu. Klikkið hér til að lesa nánar um stöðuna.
Lesa meira

Molta til trjáræktar á sandi

Tilraunaverkefni Skógræktarinnar, Landgræðslunnar og Moltu ehf.   Í vikunni sem leið voru gróðursettar birki- og lerkiplöntur í tilraunareit á Hólasandi. Markmið tilraunarinnar er að sjá hvernig molta frá Moltu ehf. í Eyjafjarðarsveit hentar sem nesti fyrir skógarplöntur í mjög rýru landi. Ef tilraunin gefst vel gæti verið komin hentug aðferð til að gefa berum auðnum líf og koma þar af stað gróðurframvindu.  
Lesa meira

Lyktarvarnir hjá Moltu ehf.

Við jarðgerð er óhjákvæmilegt að það myndist ólykt af ferlinu þegar niðurbrot á sér stað. Hjá Moltu hefur verið notast við að blanda útblástur með ósoni til þess að hreinsa burt lyktina.
Lesa meira

Magn hráefnis í gegnum jarðgerðina 2014

Alls var tekið á móti rúmum 7.000 tonn af lífrænum úrgangi eða því sem má kalla hráefni árið 2014. Í gegnum sjálfar tromlurnar fóru um 5.900 tonn en úti í múum var einnig jarðgert um 1.200 tonn af gróðri og grasi.
Lesa meira

Ný gjaldskrá tekur gildi frá 1. maí 2015

Ný gjaldskrá Moltu ehf. tekur gildi frá 1. maí 2015 Hún er óbreytt nema hvað gjald fyrir óflokkað/meðhöndlað timbur hækkar og gjald fyrir hreint timbur lækkar. Nýja gjaldskrá má sjá hér
Lesa meira