Um okkur

Eigendur Moltu ehf. eru: Flokkun Eyjafjörður ehf., sem er stærsti hluthafinn með um 35 % hlut. Byggðastofnun á 30 % hlut, Akureyrarbær á 15 % hlut og 16 aðrir, bæði fyrirtæki og sveitarfélög, eiga minni hluti í félaginu.

Félagið Molta ehf var stofnað í mars 2007. Að félaginu komu öll sveitarfélög í Eyjafirði sem eigendur Flokkunar ehf., allir stærstu matvælaframleiðendur á Eyjafjarðarsvæðinu og fleiri aðilar. Samið var við finnska fyritækið Preseco Oy um kaup á vélbúnaði fyrir verksmiðjuna og er Preseco ennig hluthafi í Moltu. Framkvæmdir við byggingu jarðgerðarstöðvar Moltu hófust í ágúst 2008 og tilraunavinnsla hófst 16. júní 2009. Jarðgerðarstöðin var síðan opnuð formlega 21. ágúst. 2009. Undirbúningur að byggingu jaðgerðastöðvarinnar var langt og erfitt ferli sem lauk þó með áætluðum árangri. Þakka má góðri samvinnu við Eyjafjarðarsveit að það tókst. Fyrsta skóflustungan var tekin þann 8. ágúst 2008 og fyrsta steypa þann 29. ágúst 2008. Þann 1. nóvember sama ár var tromlunum svo komið fyrir. Tæpu ári eftir fyrstu skóflustunguna var hafin tilraunarvinnsla og 21. ágúst 2009 var stöðin formlega tekin í notkun. 2.950 tonn voru unnin það ár en stöðin getur unnið úr 10-12.000 tonnum árlega.

Rekstrarleyfi - setja link á PDF skjal hérna eða hafa mynd af rekstrarleyfinu