Á þessu ári heldur Molta ehf. upp á 10 ára starfsafmæli

Jarðgerðarstöðin er ekki bara lausn í úrgangsmálum heldur er hún einnig risa framlag í loftslagsmálin.

Sú ákvörðun að bjóða upp á lausn í stað urðunar á lífrænum úrgangi fyrir áratug síðan hefur skilað samdrætti sem nemur samtals 100.000 tonnum af CO2.

Geri aðrir betur.

Árangurinn samsvarar því að leggja 40.000 bensínbílum í 1 ár.

Til útskýringa á þessu mikilvæga hlutverki Moltu þá er með þessu verkefni verið að draga úr losun á nákvæmlega sama hátt og verkefni Kolviðs og Votlendissjóðs