Framleiðsla Moltu rúm 5000 tonn árið 2010

Jarðgerðarstöðin tók á móti 5.247 tonnum af úrgangi á árinu 2010. Til samanburðar má geta þess að á sama tímabili voru urðuð 9.638 tonn á Glerárdal. Það má því segja að urðun úrgangs hafi minnkað um 35% vegna tilkomu Moltu. Frá því að Molta tók til starfa 16. júní 2009 hefur stöðin tekið á móti rúmum 8.000 tonnum af úrgangi til endurvinnslu.

Magn þess úrgangs sem berst til Moltu í hverjum mánuði er töluvert breytilegt, minnst var magnið í apríl en lang mest í sláturtíðinni í október þegar rúm 900 tonn voru unnin. Afkastageta verksmiðjunnar er 10-12.000 tonn á ári þannig að afkastagetan er enn rétt aðeins hálf nýtt. Úrgangurinn skiptist í eftirfarandi flokka sláturúrgang, fiskúrgang, lífrænan heimilisúrgang og svokölluð stoðefni, sem eru timbur, garðaúrgangur, gras, hrossatað og pappír. Stoðefnin eru 45-50% af úrgangsmagninu.

Eftirfarandi tafla sýnir úrgangsmagn í tonnum eftir mánuðum.