Fundur um nýtingu moltu sem áburðar

Búnaðarfélögin í Eyjafjarðarsveit og Molta ehf. boða til fundar um nýtingu moltu sem áburðar. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Moltu ehf., Þveráreyrum 1 a, þann 8. október kl. 10:00. Aðal efni fundarins verður dreifing moltu á tún nú í haust. Einnig verður rætt um nýtingu moltunnar í jarðrækt næsta vor og framtíðar möguleikar á nýtingu moltu í landbúnaði.

Á fundinum verða sérfræðingar frá Búgarði og Tilraunastöðinn á Möðruvöllum til að svara spurningum og leiðbeina um notkun moltu.

Frekari upplýsingar fást hjá Eiði Guðmundssyni í síma 862 0453