Kraftmolta álitin vara

Matvælastofnun lagði upp með í upphafi þegar moltuvinnsla á ABP (Animal By Product) var að hefjast hér á landi að ekki mætti nota moltuna í matjurtaræktun.

Síðan þá hafa komið til skýrari reglugerðarákvæði um framleiðslu á moltu, þ.m.t. um sýnatökur sem teknar eru til að tryggja hreinleika moltunnar.

Sé molta framleidd skv. þessum reglugerðarákvæðum og niðurstöður sýna innan marka þá er ekki lengur þörf á þeirri takmörkun að ekki megi nota moltuna í matjurtaræktun.

Hjá Moltu ehf. er moltan framleidd samkvæmt reglugerðarákvæðum, sýni eru tekin úr Moltunni sem eru send til rannsóknarstofunnar Promat á Akureyri þar sem mælt er fyrir Salmonellu, jarðvegsbakteríum (CI. Perfringens) og iðragerlum.

Umhverfisstofnun telur að Molta ehf. hafi sýnt fram á að framleiðsluvara fyrirtækisins geti uppfyllt skilyrði og að fullnægjandi verkferlar séu til staðar til að tryggja að varan uppfylli ávallt settar kröfur. Molta ehf. endurnýtir lífbrjótanlegan úrgang frá sláturhúsum, fiskvinnslum, heimilum, mötuneytum og fyrirtækjum í moltu sem nýtist sem jarðvegsbætir og til áburðargjafar. Mat Umhverfisstofnunar er að sá úrgangur sem endurnýttur er í jarðgerð fyrirtækisins geti hætt að teljast úrgangur heldur flokkist sem vara

https://www.ust.is/2018/06/01/Molta-Moltu-ehf.-alitin-vara/einstaklingar/frettir/frett/