Magn hráefnis í gegnum jarðgerðina 2014

Alls var tekið á móti rúmum 7.000 tonn af lífrænum úrgangi eða því sem má kalla hráefni árið 2014. Í gegnum sjálfar tromlurnar fóru um 5.900 tonn en úti í múum var einnig jarðgert um 1.200 tonn af gróðri og grasi. Hráefnið skiptist þannig niður að um 2.260 tonn er sláturúrgangur, 24 tonn er fiskúrgangur, lífrænn heimilisúrgangur er 1.120 tonn og frá verslun og fyrirtækum er tæp 200 tonn.
Stoðefnin svokölluð eru í heildina um 2.300 tonn og þar er timbur um 2.150 tonn. Önnur stoðefni eru pappír og húsdýraskítur.