Molta notuð í uppgræðslu

Starfsmenn Moltu ehf. eru nú að hefja tilraun með nýtingu á moltu til uppgræðslu. Moltunni sem staðið hefur á þroskunarplani í u.þ.b. sex mánuði eftir að hún kom úr tromlunum verður dreift á afmarkað svæði. Um er að ræða lítið afgirt hólf austan við lóð Moltu þar sem svo verður sáð grasfræi í moltuna. Fyrir í hólfinu er grófur malarbotn eftir malarnám.

Þessi tilraun er gerð í samráði við Matvælastofnun en Molta ehf. bíður nú eftir heimild stofnunarinnar til að nýta moltuna í samræmi við reglugerð um meðferð og nýtingu á slátur- dýraleifum nr. 820/2007. Moltan er öflugur jarðvegsbætir og áburður sem við vonumst til að geta hafið fulla nýtingu á næsta vor.