Fréttir

Góður árangur í flokkun sorps

Um 7.600 tonn af sorpi og öðrum úrgangi féllu til frá heimilum á Akureyri í fyrra. Stór hluti er endurunninn, þar af hátt í tvö þúsund tonn af lífrænum úrgangi í jarðgerðarstöð Moltu.

Molta til trjáræktar á sandi

Tilraunaverkefni Skógræktarinnar, Landgræðslunnar og Moltu ehf. Í vikunni sem leið voru gróðursettar birki- og lerkiplöntur í tilraunareit á Hólasandi. Markmið tilraunarinnar er að sjá hvernig molta frá Moltu ehf. í Eyjafjarðarsveit hentar sem nesti fyrir skógarplöntur í mjög rýru landi.

Lyktarvarnir hjá Moltu ehf.

Við jarðgerð er óhjákvæmilegt að það myndist ólykt af ferlinu þegar niðurbrot á sér stað. Hjá Moltu hefur verið notast við að blanda útblástur með ósoni til þess að hreinsa burt lyktina. Í upphafi var notast við þann ósonbúnað sem fylgdi tæknibúnaðinum sem notaður er við jarðgerðarferlið. Fljótlega kom í ljós að ýmsu var ábótavant.

Magn hráefnis í gegnum jarðgerðina 2014

Alls var tekið á móti rúmum 7.000 tonn af lífrænum úrgangi eða því sem má kalla hráefni árið 2014.

Áhugaverð ráðstefna um bætta nýtingu á lífrænum úrgangi

Ráðstefna undir yfirskriftinni “Lífrænn úrgangur, bætt nýting minni sóun” verður haldin þann 20. mars n.k. að Gunnarsholti. Þar er að finna áhugaverða dagskrá fyrir jafnt sveitarstjórnarfólk og starfsmenn sveitarfélaga sem og áhugafólk um þessi mál almennt. Með því að klikka hér er hægt að finna nánari upplýsingar og dagskrá ráðstefnunar.

Nýr framkvæmdarstjóri ráðinn

Þann 1.apríl síðastliðinn tók Ólöf Harpa Jósefsdóttir við starfi framkvæmdastjóra Moltu. Ólöf hefur verið forstöðumaður Flokkun Eyjafjörður ehf. í nokkur ár og þekkir vel til Moltu þar sem Flokkun og sveitafélögin í Eyjafirði eru stór hluthafi í Moltu. Við bjóðum Ólöfu Hörpu velkomna til starfa.

Fundur um nýtingu moltu sem áburðar

Búnaðarfélögin í Eyjafjarðarsveit og Molta ehf. boða til fundar um nýtingu moltu sem áburðar. Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Moltu ehf., Þveráreyrum 1 a, þann 8. október kl. 10:00. Aðal efni fundarins verður dreifing moltu á tún nú í haust. Einnig verður rætt um nýtingu moltunnar í jarðrækt næsta vor og framtíðar möguleikar á nýtingu moltu í landbúnaði.

Heimild veitt til að nota moltu

Á nýafstaðinni ráðstefnu í tengslum við aðalfund FENÚR (Fagráðs um endurnýtingu og úrgang) hélt Halldór Runólfsson yfirdýralæknir fyrirlestur undir yfirskriftinni “Lög og reglur um sláturúrgang og dýraúrgang”. Í máli Halldórs kom fram að nýting moltu verði heimiluð með nýrri reglugerð.Í erindi sínu fór Halldór m.a. yfir vinnu sem verið hefur í gangi varðandi nýtingu afurða frá endurvinnslu á sláturúrgangi og lífrænum heimilisúrgangi og þann ágreining sem uppi hefur verið milli endurvinnsluaðila og Matvælastofnunar um heimildir til nýtingar.

Raunveruleg endurvinnsla í Eyjafirði

Jarðgerð lífræns úrgangs er raunveruleg endurvinnsla. Reyndar er þó aðeins hægt að tala um að jarðgerð sé endurvinnsla ef hægt er að nýta afurðina, moltuna, sem áburð eða til jarðvegsgerðar. Starfsmenn Moltu ehf. eru bjartsýnir á að ásættanleg lausn varðandi heimild til nýtingar moltu í landbúnaði til sé í sjónmáli.

Aukin vinnsla og þróunarstarf árið 2011

Móttekið magn úrgangs hjá Moltu ehf. jókst um tæp 20% á árinu 2011. Matvælastofnun gaf út rekstrarleyfi fyrir jarðgerð Moltu í júní sl.. Full heimild er þvi skv. núgildandi reglum til að nýta moltuna. Þá gekk Molta á árinu frá viljayfirlýsingu með norska fyrirtækinu HØST Verdien i Avfall AS um þróun afurða úr moltu.